Laugardaginn 23. ágúst var ferð á Lambafell, 1097 m. Gengið var upp Eyrardal í Reyðarfirði upp undir Eyrarskarð. Þaðan var haldið út að Lambafelli og síðan niður Hoffellsdal til Fáskrúðsfjarðar. Vegna þoku var ekki gengið á fjallið heldur látið nægja að ganga út á Röð utan við Goðaborg. Fararstjóri var Magnús Stefánsson.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Gangan hófst við Eyri í Reyðarfirði. Til hægri á myndinni er Sauðdalstindur. Vinstra megin við hann er Eyrarskarð og Hoffell. Síðan tekur Goðaborg við en Lambafell er lengst til vinstri.
Á gamla veginum sem liggur yfir Götuhjalla
Horft út Reyðarfjörð. Fjallið Bunga er til hægri á myndinni
Eyarfjall í baksýn
Í baksýn er Svartafjall og Hólmanes til vinstri á myndinni
Eyrarskarð fyrir ofan
Hoffell fyrir miðri mynd
Horft niður Eyrardal
Þessi klettur vakti athygli göngufólks
Neðan við Eyrarskarð
Á leið út að Lambafelli. Goðaborg til vinstri á myndinni
Í skarðinu milli Hoffells og Goðaborgar
Komið út á Röð
Hér var ákveðið að láta staðar numið vegna þoku
Á leið niður Hoffellsdal
Hoffell hægra megin í þokunni
Komið niður í Fáskrúðsfjörð