Skip to main content

126472

Á páskadag var hin hefðbundna fjölskylduganga á Grænafell í Reyðarfirði. Eins og fyrir ári síðan var frábært veður. Það er ekki af listrænum ástæðum að síðustu myndirnar sem hér fylgja eru svarthvítar. Ástæðan er sú að ljósmyndari rak sig óvart í takka á myndavélinni sem var þess valdandi að vélin tók svarthvítar myndir.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson.

Í fyrstu brekkunum

Stefnt á Grænafell

Gengið upp síðustu brekkuna á Grænafell

Komið á toppinn

Búið að taka páskaeggin upp úr bakpokunum

Eftirvæntingin leynir sér ekki því til stendur að renna sér á þoturössum niður hlíðar Grænafells

Beðið átekta eftir þeim fyrsta að renna sér

Komið niður úr hlíðum Grænafells

Síðasta rennslið