Í marsbyrjun 2014 hrundi úr klettum, niður í sjó við útendann á Valahjalla, sem er við mynni Reyðarfjarðar að norðan. Róbert Beck og Skúli Júlíusson voru á ferðinni á þessum slóðum, líklega einhverjum klukkutímum eftir að þetta gerðist. Valahjalli er þekktastur fyrir það að þar eru leifar af þýskri sprengjuflugvél sem fórst þar í stríðinu.
Ný mynd sem Kristinn Þorsteinsson tók í könnunarleiðangri. Á henni sést hvar hrunið hefur úr.
Eldri mynd Kristins af sömu slóðum.
Myndirnar bornar saman
Skriðan, niður í sjó. Ljósm. Kristinn
Nærmynd af staðnum. Ljósm. Kristinn
Stélhluti flugvélaflaksins. Skriðusárið ber þar yfir. Ljósm. Kristinn