Skip to main content

126472

Laugardaginn 20. júlí var gengið yfir Stuðlaheiði frá Dölum í Fáskrúðsfirði til Stuðla í Reyðarfirði undir leiðsögn Ármanns Elíssonar frá Dölum.


Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Í upphafi ferðar. Ármann Elísson greinir frá nöfnum fjallanna í kring

Gengið upp Daladal. Stuðlaheiðardalur er til hægri á myndinni og Hrútfell upp af honum. Vinstra megin við Hrútfell er Gagnheiðarhnjúkur og Gagnheiðartindur

Horft út Fáskrúðsfjörð. Fjallið lengst til vinstri er Hoffell

Lambadalur er fyrir miðri mynd og Vaðhorn upp af miðju dalsins. Til hægri er Lambatindur og Breiðitindur til vinstri

Horft út með Suðurfjalli

Frá vinstri: Breiðitindur, Kambfjall, Vaðhorn, Lambatindur og Lambafell fyrir ofan hann. Móskjónuskarð er hægra megin við Lambafell

Gengið upp Stuðlaheiðardal. Fjallið til hægri nefnist “Hnjúkurinn milli skarðanna”, en skörðin eru Hrútaskarð til hægri og Brosaskarð til vinstri. Vinstra megin við Brosaskarð er fjallið Stuðlar. Upp í Brosaskarð liggur línuvegur

Vaðið yfir Hrútá

Fjallið nálægt miðri mynd er Hafrafell en til vinstri upp af því er Hallberutindur

Hrútfell í baksýn

Komið upp í Stuðlaskarð

Sést í byggðina í Fáskrúðsfirði

Gestabók er í Stuðlaskarði

Haldið niður Stuðlaheiði. Til hægri á myndinni er Kistufell, til vinstri við það er Áreyjatindur og Botnatindur og þar á bakvið er Skúmhöttur í Skriðdal. Fjallið til vinstri er Tröllafjall og Miðaftanstindur framanvert í því

Gagnheiðarskarð nyrðra fyrir miðri mynd. Hægra megin við það sést í Sjónhnjúk hulinn skýjum efst

Fjallið til hægri er Grænafell og Kistufell gengt því

Stuðlar

Miðdegisfjall framundan

Horft niður í Hjálmadal