Skip to main content

126472

Laugardaginn 29. júní var gengið frá Oddsdal um Op til Vöðlavíkur.


Ljósm: Kristinn Þorsteinsson

Í Oddsdal

Lagt á brattann upp í Op. Í baksýn má sjá fjallið Bagal í Norðfirði

Lakahnaus fyrir ofan

Komið upp í Op. Sést til Hellisfjarðar og Barðsness. Rauðitindur til vinstri

Horft til Hellisfjarðar

Framundan er Glámsaugnatindur og Helgustaðaskarð hægra megin við hann

Komið upp í Helgustaðaskarð

Í Helgustaðaskarði. Í baksýn má sjá Lakahnaus

Áð í hlíð Glámsaugnatinds. Handan Hellisfjarðar sjást fjöllin í Norðfirði

Framundan til hægri er Háhryggur en til vinstri er Grákollur. Milli þeirra eru Hrafnaskörð

Grákollur og Grákollsskarð vinstra megin við hann

Stefnt í Grákollsskarð. Miðflóafjall framundan 

Í norðurhlíð Grákolls

Grákollsskarð framundan

Í Grákollsskarði. Miðflóafjall til vinstri

Komið niður úr Grákollsskarði

Farið var yfir skarðið framundan. Syðri-Nóntindur er til vinstri við skarðið og Miðflóafjall til hægri

Komið upp í skarðið

Í skarðinu. Sést til Vöðlavíkur

Gengið niður úr skarðinu. Karlsstaðasveif fyrir neðan

Tindurinn fjærst til hægri á myndinni er Snæfugl

Komið niður á veginn til Vöðlavíkur. Svartafjall og Sauðatindur í baksýn

Gengið niður í Dysjardal

Stiklað yfir Dysjardalsá

Fossar í Dysjardalsá

Komið til Karlsstaða

Ingibjörg Stefánsdóttir greindi frá liðinni tíð í Vöðlavík

Boðið var upp á veitingar á Karlsstöðum

Hér er línurit sem sýnir framvindu ferðarinnar. Hæð yfir sjó (appelsínugult), þar sem lesið er af hæðarskalanum vinstra megin og hraðann í ferðinni (bláleitt), þar sem lesið er að hraðaskalanum hægra megin. Ennfremur kemur hér fram að lægsti punktur yfir sjó í ferðinni hafi verið 35 m, sem eru Karlsstaðir og hæsti 793 m og meðalhæð 491 m. Meðalhraðinn var 2,1 km/klst og mesti hraði 7,3 km/klst, sem er þó bara smástund. Heildarvegalengdin var 12,7 km. Farið var alls 751 m uppí móti og 1.114 m niður í móti. Það var byrjað í um 399 m hæð í Oddsskarði. Einnig kemur fram mesti bratti uppímóti og mesti bratti niðurímóti og heildartíminn sem verið var á göngu.

Hér sést leiðin sem farin var sem ljósblátt strik

Sama og í fyrri myndinni nema að horft er öðruvísi á landið