Sunnudaginn 23. júní var gengið frá botni Mjóafjarðar út með Fjarðarströnd til Reykja. Sögumaður í ferðinni var Óli á Reykjum.
Ljósm: Kristinn Þorsteinsson
Klifbrekkufossar
Gangan hófst í botni Mjóafjarðar
Sævar að vaða yfir Fjarðará
Bærinn Fjörður í baksýn
Gamlir húsagrunnar á Skollaeyri
Steinn fjarlægður af veginum til Reykja
Í þennan klett er skorinn kross sem er landamerki tveggja jarða í Mjóafirði
Á Asknesi þar sem var rekin norsk hvalveiðistöð á árunum 1901-1913. Á þessum stað voru hvalveiðiskip dregin á land
Tóftir útihúss sem tilheyrðu bænum á Askneseyri
Rústir íbúðarhússins á Askneseyri þar sem Óli á Reykjum átti heima sín fyrstu ár. Íbúðarhúsið eyðilagðist árið 1946 þegar Asknesáin flæddi yfir innanverða eyrina og gróf undan því
Óli við rústir bæjarins á Askneseyri
Á þessari mynd má sjá grjót sem Asknesáin hefur borið inn í húsið
Þarna stóð hús yfirmanns hvalstöðvarinnar
Mikið vatn var í Asknesánni vegna hlýinda undanfarið. Hér veita Andy og Óli aðstoð yfir ána
Sést í Brekkuþorp handan fjarðarins
Íbúðarhúsið á Reykjum
Óli bauð göngufólki upp á kaffi
Göngufólk var ferjað á bátum yfir fjörðinn til Brekkuþorps