Skip to main content

126472

Sunnudaginn 16. júní var gengið á fjallið Steðja (722 m) sem er milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Hrafn Baldursson sá um leiðsögn í ferðinni.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Gangan hófst á tjaldstæðinu á Stöðvarfirði

Steðji framundan

Sauðabólstindur og Lambaskarð hægra megin við fjallið

Við Bárðarpytt

Fisk er að finna í þessum læk

Gjótan við miðja mynd nefnist Stórakerald. Sagt er að Stöðfirðingar hafi flúið þangað undan Tyrkjum og rutt yfir þá grjóti þegar þeir sóttu að þeim. Urðin fyrir neðan nefnist Tyrkjaurð

Tilkomumiklir klettar í fjallinu

Tveir úr hópnum gengu upp þessa gjótu

Við Stórakerald

Gengið upp með brúnum Steðja

Á toppnum. Hvammsheiði fyrir neðan. Fjær sést í Andey og Skrúð

Útsýni til Fáskrúðsfjarðar

Horft yfir Lambaskarð til Sandfells í Fáskrúðsfirði