Á páskadag 31. mars var fjölskylduganga á Grænafell í Reyðarfirði sem Róbert Beck stjórnaði. Eins og dagana á undan um þessa páska var veðrið framúrskarandi gott.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Grænafell fyrir ofan, fjær sést í Áreyjatind
Sléttidalur fyrir neðan og Skagafell handan hans
Komið á topp Grænafells
Sest við borðið sem er á Grænafelli
Að sjálfsögðu voru páskaegg höfð með í för
Í baksýn eru Kollaleirutindur og Teigagerðistindur
Haldið niður af fjallinu. Á vinstri hönd er Fagridalur og fjærst sést til Héraðs
Komið að því sem flestir höfðu beðið eftir þ. e. að renna sér á rassinum niður hlíðar Grænafells