Miðvikudagskvöldið 18. júlí var gönguleiðin frá Karlsskála í Reyðarfirði til Vöðlavíkur um Karlsskálaskarð stikuð. Tveir hópar sáu um verkið. Annar hópurinn stikaði frá Karlsskála en hinn frá kirkjugarðinum í Vöðlavík.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Við upphaf gönguleiðarinnar innan við Karlsskála
Barið á stiku neðarlega í Karlsskáladal
Við Karlsskálaskarð. Folöld og Hesthaus í baksýn
Í Karlsskálskarði
Dregið var fram dýrindis nesti að hætti Ínu
Hóparnir mættust við Svartafjall