Skip to main content

126472

Laugardaginn 14. júlí var gengið á Botnatind (1163 m) og Áreyjatind (971 m). Gengið var frá Þórdalsheiðí efst í Áreyjadal á Botnatind. Af honum var gengið eftir fjallgarðinum sem liggur út á Áreyjatind. Fararstjóri var Róbert Beck.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Á línuveginum sem liggur upp Hallsteinsvarp yfir í Hallsteinsdal

Sést til Reyðarfjarðar

Til vinstri er Skúmhöttur, en Botnatindur er í þokunni til hægri

Hallsteinsdalur fyrir neðan

Botnatindur framundan

Komið langleiðina á Botnatind

Á toppnum

Farið að rofa til, sést til Reyðarfjarðar

Gengið var eftir hrygg sem tengir saman Botnatind og fjallgarðinn sem liggur  út á Áreyjatind

Sést til byggðarinnar á Reyðarfirði. Grænafell neðst til vinstri

Hallsteindalur og Hallsteinsvarp, Brúðardalsfjall upp af því. Hallbjarnarstaðatindur fjær

Gengið upp fjallgarðinn til Áreyjatinds

Horft yfir Miðaftanstind til Sjónhnjúks (Miðheiðarhnjúks) og Hnausafjalls. Fjærst sést í Lambafell og Vaðhorn. Ef grannt er skoðað sést í klettastrýturnar Njál og Beru

Á vinstri hönd er Botnatindur, en Kistufell á þá hægri. Á milli þeirra er Hjálpleysuvarp en Hjálpleysa þar fyrir aftan. Fyrir neðan er Kaldakinn

Sést til Áreyjatinds fjærst í fjallgarðinum

Þurfti að fara vinstra megin við hindrunina framundan

Sést til Botnatinds og Sandfells þar fyrir aftan

Gengið var upp á þennan tind

Horft niður á Áreyjatind

Komið út á Áreyjatind

Kollfell fyrir neðan. Þar fyrir aftan er Skógdalur, Hjálmatindur, Hjálmadalur og Stuðlaheiði. Sést í veginn sem liggur upp Áreyjadal

Á Áreyjatindi

Grænafell næst til vinstri

Áreyjar hér fyrir neðan

Haldið til baka

Farið var niður þetta gil