Skip to main content

126472

Sunnudaginn 24. júní var gengin sú leið sem hópur breskra hermanna fór þann 20. janúar 1942 frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Sú ferð endaði illa þar sem það brast á aftakaveður með þeim afleiðingum að 8 hermenn urðu úti á Eskifjarðarheiði. Heimilisfólkinu á Veturhúsum í Eskifirði tókst að bjarga lífi fjölda hermanna með því að leita þá uppi og koma þeim í bæ við afar erfiðar aðstæður.
Gengið var frá stríðsárasafninu á Reyðarfirði upp Svínadal og þaðan um Hrævarskörð yfir á Eskifjarðarheiði til Eskifjarðar, en upphafleg áætlun hermannanna var að ganga þessa leið. Sökum ísingar komust þeir ekki upp í Hrævarskörð en gengu þess í stað niður Svínadal og upp Tungudal og þaðan yfir Eskifjarðarheiði til Eskifjarðar.
22 mættu í gönguna.

Ljósm: Kristinn Þorsteinsson

Byrjað var á því að skoða stríðsárasafnið á Reyðarfirði

Gengið upp Svínadal

Á Svínadalsvarpi

Á leið upp í Hrævarskörð

Tungufell framundan, en Hrævarskörð eru hægra megin við það

Sveigt inn Hrævarskörð

Öskjuhnjúkur á hægri hönd

Öskjuhnjúkur á hægri hönd

Hólmatindur til hægri, en Svartafjall gegnt honum

Foss í Víná

Gengið var fram á beinagrind af hreindýri

Gengið yfir Steinsá

Magnús Pálsson frá Veturhúsum (á miðri mynd) greindi göngufólki frá atburðunum á Eskifjarðarheiði 1942

Staðið við rústir bæjarins á Veturhúsum