Að kvöldi laugardagsins 23. júní var sólstöðuganga á Eyrartind í Fáskrúðsfirði. Hann er 614 m hár, við Fáskrúðsfjörð að sunnan, næsta fjall innan við Sandfell. Fararstjóri var Eyþór Friðbergsson.
Ljósm: Eyþór Friðbergsson
Gengið upp línuveginn sem liggur yfir Stöðvarskarð, milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Sér út Fáskrúðsfjörð. Sól til fjalla en þokan liggur yfir sjónum
Þarna sést vegurinn þar sem hann fer yfir Stöðvarskarð
Sér inn Fáskrúðsfjörð
Ferðin enduð með stæl