Sunnudaginn 17. júní var gengið á fjallið Gráfell milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Fararstjóri var Hrafn Baldursson, en hann ásamt Þorgeiri Eiríkssyni hafa komið fyrir kaðalspottum á völdum stöðum til þess að auðvelda uppgöngu á fjallið. Veðrið skartaði sínu fegursta á þjóðhátíðardaginn.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Við bæinn Stöð í Stöðvarfirði
Í baksýn Álftafell og Jafnadalur
Bærinn Stöð fyrir neðan og Óseyri út við sjóinn
Tröllagil
Hrafn Baldursson
Gráfell. Leiðin á fjallið liggur eftir rákinni undir klettaveggnum
Á myndinni sést í vegslóðann sem liggur upp í Stöðvarskarð
Á leið upp á Eyraregg
Eyrardalur fyrir neðan. Til hægri á myndinni er Kumlafell, en síðan tekur Vindfell við. Á milli þeirra er Eyrarskarð. Sandfell fjær
Horft út eftir Eyraregg
Á myndinni sést í kaðal sem notaður er til þess að komast upp klettahaftið
Gengið eftir rákinni sem liggur undir klettaveggnum
Setið uppi á Gráfelli
Sandfell
Á leið niður af Gráfelli. Eyrartindur framundan, en kletturinn Köttur upp af honum
Fyrir neðan sést í klettinn Einbúa sem féll niður úr Gráfelli
Einbúi. Gríðarstórt bjarg sem hefur hrunið úr Gráfelli og klofnað