Laugardaginn 10. september var gengið á Sjónhnjúk, 1192 m . Gengið var frá Stuðlum í Reyðarfirði inn og upp úr botni Hjálmadals áleiðið á fjallið. Í upphafi ferðar var bjart veður en þegar kom að fjallinu hvarf toppur þess í þoku. Við toppinn tók við sannkallað vetrarríki með kulda og trekki. Þátttakendur voru 6 talsins. Þar sem ekkert útsýni var að hafa á þessu annars ágæta útsýnisfjalli fylgja með nokkrar myndir sem teknar voru á fjallinu í október á síðasta ári.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Við slóðann til Stuðla í upphafi ferðar
Á leið upp Hjálmadal
Sjónhnjúkur framundan
Stuðlaheiði og Stuðlaskarð í baksýn
Komið upp í þokuna
Vetrarlegt um að lítast uppi á fjallinu
Feldurinn orðinn gráleitur af hrími
Komið á toppinn
Gestabók er á Sjónhnjúki
Haldið niður af fjallinu
Eldri myndir, teknar í björtu veðri af Sjónhnjúk:
Hróarsdalur fyrir neðan. Hann liggur ofaní Norðurdal í Breiðdal
Eldri myndir, teknar í björtu veðri af Sjónhnjúk:
Útsýni til Fáskrúðsfjarðar
Eldri myndir, teknar í björtu veðri af Sjónhnjúk
Eldri myndir, teknar í björtu veðri af Sjónhnjúk:
Tröllafjall, Skúmhöttur og Sandfell fjærst
Eldri myndir, teknar í björtu veðri af Sjónhnjúk:
Horft yfir Fagradal til Héraðs
Eldri myndir, teknar í björtu veðri af Sjónhnjúk:
Gagnheiðarhnjúkur næst, þá Gagnheiðartindur, Lambafell, Vaðhorn og Jökultindur fjærst.
Sjónhnjúkur eða Miðheiðarhnjúkur.
Eins og glöggir fjallamenn hér eystra vita þá hét þetta fjall sem hér var gengið á Miðheiðarhnjúkur, þar til fyrir nokkrum árum að nafn þess breyttist í Sjónhnjúk. Trúlega var það Hjörleifur Guttormsson sem stóð fyrir þeirri nafnabreytingu. Í árbók F.Í. 1974 um Austfjarðafjöll sem Hjörleifur skrifaði heitir fjallið Miðheiðarhnjúkur. Í árbókum 2002 og 2005 um Austfirði er nafn fjallsins orðið Sjónhnjúkur. Í 2005 bókinni á bls 14 gerir Hjörleifur grein fyrir þessari nafnabreytingu og segir Sjónhnjúkur sótt í örnefnaskrá Stuðla. Fáir efa vandvirkni og nákvæmni Hjörleifs og oftast er ég sammála honum. Mér finnst þó hæpið að breyta viðteknum nöfnum á fjöllum. Þótt önnur nöfn finnist í gömlum heimildum. Nýja nafnið er núna í kortagrunni Landmælinga og þar með á öllum nýjum landakortum og í GPS tækjum. Ég sendi Landmælingum fyrirspurn um málið og þau ætla að fá skýringar á þessu hjá Örnefnanefnd eða Örnefnastofnun. Fjallið heitir hér á þessari vefsíðu Sjónhnjúkur, kannske til frambúðar.
Árni Páll Ragnarsson skrifaði textann.