Skip to main content

126472

Laugardaginn 13. ágúst var gengið frá Eskifjarðarseli inn að Öskju og þaðan á Kambfell. Síðan var gengið með brúnum út á Teigagerðistind og niður í Ljósárdal til Reyðarfjarðar. Veður var þungbúið, þoka í fjöllum og lítið skyggni auk þess sem fór að rigna þegar leið á gönguna. Þátttakendur í göngunni voru 7 talsins auk tveggja hunda.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Við Eskifjarðarsel. Í baksýn er Miðaftanstindur næst, Kambfell þar fyrir aftan og Askja fjærst

Askja framundan og Kambfell á vinstri hönd Öskutindur næst, fjær sést í Tungufell

Komið í Öskju. Eskifjörður í baksýn

Lagt á Kambfellið. Askja fyrir neðan

Nokkuð bratt er á Kambfell

Síðasti spölurinn upp á brún

Haldið út á Teigagerðistind

Horft niður í Svínadal

Á steinboganum í Teigagerðistindi

Fram á Teigagerðistindi. Horft yfir byggðina á Reyðarfirði

Gengið niður í Ljósárdal

Ljósárdalur