Núna eru afrek í tísku hjá útivistarfólki. Að ganga, hlaupa eða hjóla landið þvert og endilangt, eða hringinn, eða fara um fjallgarða. Í fyrra fór Kiddi að leita að einhverju verðugu verkefni hér á okkar slóðum, svona til að austfirskir göngumenn yrðu gjaldgengir í samanburðinum. Þannig varð Fannardalshringurinn til. Leiðin frá Goðaborg og inná Fönn hefur verið gengin og var þekkt en hinn hluti leiðarinnar um tindana frá Fönn og útá Hólafjall hefur lítt verið farinn og hefur því Kiddi átt ófáar ferðir uppúr Eskifirði til að kanna þá leið og safna GPS slóðum. Það var svo ákveðið að ferðin yrði laugardaginn 6. ágúst klukkan 8.00 frá Fannardal. 6 manns mættu og fóru fyrirhugaða leið, fyrst uppá Goðaborg og síðan eftir eggjum og tindum inná Fönn og út að sunnan útá Hólafjall og niður í Seldal, sjá mynd hér fyrir neðan. Veðrið var hefðbundið nútíma austfirskt sumarveður, þoka á fjöllum og lítið skyggni, fyrr en vel var liðið á ferðina þá birti til.
Leiðin var um 33 km löng og heildarhækkun um 2700 m. Ferðin tók rétt rúma 14 tíma. Að minnsta kosti tveir þátttakenda hafa þegar uppi yfirlýsingar um að fara þetta aftur í björtu. - Árni R.
Gönguleiðin, blásvarti ferillinn
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Gönguleiðin, blásvarti ferillinn
Við upphaf göngu í Fannardal. Hólafjall í baksýn (hægra megin) þar sem komið var niður í lok göngunnar
Á leið upp Goðaborg
Komið á topp Goðaborgar
Skrifað í gestabókina
Leiðin lá síðan inn Goðaborgarfláa
Gengið upp Hnútu
Á Fönn. Sólin nær að skína gegnum þokuna
Rofaði til þannig að sást í Fannardal
Á Fannarhnjúkum
Á leið niður af Fannarhnjúkum
Sauðatindur framundan
Komið í Ljósárskarð
Á leið upp Sauðatind
Á toppi Sauðatinds
Haldið niður af Sauðatindi
Á Nóntindi
Ófeigsdalur á hægri hönd
Fannardalur fyrir neðan
Ófeigsdalur og Hólmatindur
Hólafjall framundan
Horft í átt að Fönn
Tindar í baksýn: Sauðatindur, Svartafjall, Ljósártindur og Fannarhnjúkar
Glæsilegt útsýni af Hólafjalli yfir Norðfjarðarsveit og Neskaupstað. Sólin farin að lækka á lofti
Hólafjall