Laugardaginn 11. júní var gengið á Halaklett sem er yst í fjallgarðinum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Það viðraði mjög vel til göngunnar, en þátttakendur vour 16 talsins. Fararstjóri var Eyþór Friðbergsson.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Kolfreyjustaður. Fjærst sést í Halaklett
Fjallið Reyður framundan
Innan við Halaklett er Halaklettsskarð
Halaklettur framundan
Í Halaklettsskarði
Vattarnes fyrir neðan
Á einum stað þarf að styðjast við kaðal til þess að komast upp klettaþrep, en eftir það er engin fyrirstaða á tindinn
Skrúður
Reyður gengt Halakletti
Æðasker fyrir miðri mynd, en Andey til vinstri
Gestabók er á Halakletti
Þá er að koma sér niður af klettinum
Á leiðinni til baka var gengið meðfram klettabrúnum