Laugardaginn 30. apríl var farin ferð undir yfirskriftinni „bæjarrölt á Stöðvarfirði“. Hrafn Baldursson leiddi gönguna og greindi frá fólki , húsum og ýmsu úr sögu Stöðvarfjarðar. Komið var við í kaffihúsinu Kaffi Steinn þar sem göngumenn fengu sér hressingu. Að því loknu var steinasafn Petru skoðað.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Gangan hófst við Brekkuna
Óttar Ármannsson rifjaði upp bernskuminningar frá Stöðvarfirði
Hrafn Baldursson fararstjóri
Tóftir fjárhúss
Flott steinhleðsla
Gamla kirkjan á Stöðvarfirði
Í kaffihúsinu Kaffi Steinn
Steinasafn Petru heimsótt