Sunnudaginn 13. júní var gengið frá Grænanesi í Norðfirði upp undir Lolla og út á Hellisfjarðarmúla. Að því loknu var haldið til baka að Lolla og gengið þaðan niður í Hellisfjörð. Ferðinni var svo haldið áfram út Hellisfjörð og gengið um Götuhjalla áleiðis í Grænanes. Veður var eins best getur orðið, sólskin og stillt veður. Sex manns tóku þátt í göngunni. Einn hélt til baka eftir gönguna út á Hellisfjarðarmúlann, en hin komu til Grænaness eftir 9 klst. göngu.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Í baksýn er Norðfjarðarsveit og Fannardalur. Seldalur til vinstri.
Lolli.
Hellisfjörður.
Gengið út á Hellisfjarðarmúlann.
Á leið niður í Hellisfjörð.
Eyðibýlið Hellisfjörður.
Komið að Sveinsstaðaeyri.
Leifar frá hvalveiðstöðinni á Sveinsstaðaeyri.
Skipsflak við Sveinsstaðaeyri.
Kar sem notað var við fjárböðun.
Kar sem notað var við fjárböðun.