Skip to main content

126472

Laugardaginn 12. júní var svokallaður Karlskálahringur genginn. Gengið var frá Karlskála sem leið liggur upp í Sléttaskarð. Þaðan var gengið ofanvert í Vöðlavík meðfram fjöllunum Álffjalli og Hesthausi í Karlsskálaskarð út undir Snæfugli. Að svo búnu lá leiðin um Karlsskáladal í Karlsskála. Þátttakendur í göngunni vour sex talsins. Veður var gott en þoka gerði vart við sig þegar kom í Reyðarfjörðinn.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Undir Sléttaskarði.

Í Sléttaskarði.

Vöðlavík.

Framundan er Hesthaus, en fjær sést í Svartafjall.

Álffjall og Sléttaskarð hægramegin við fjallið.

Karlsskálaskarð framundan. Snæfugl vinstramegin við skarðið og Folöld til hægri.

Hestshaus.

Í Karlsskálaskarði.

Þokuslæðingur utan í Hestshausi.

Austfjarðaþokan gerði sig heimakomna.

Undir Snæfugli ofan við Valahjalla.

Gengið með brúnum áleiðs í Karlsskála.

Hringnum lokað við Karlsskála.