Barðsnes er við Norðfjarðarflóann að austan, gegnt Neskaupstað. Í upphafi gönguviku var farin dagsferð, sjóleiðina yfir á Barðsnes. Þátttakendur voru 65. Tveir fararstjórar voru, Sævar á Mjóeyri og Ína, Sævar bauð uppá stóra gönguferð en Ína fór minni yfirferð með sinn hóp. Ljósmyndarinn fór með Sævari.
Þetta er afar fallegt og fjölbreytt svæði sem er sannarlega heimsóknarinnar virði.
Ljósm: Kristinn Þorsteinsson
Ferjað í land á Barðsnesi
Yngsti göngugarpurinn í ferðinni
Gengið niður í Mónes úr Mónesskarði
Næst sér í Vatnshól, síðan í Heiðartinda en fjærst er Sandfell
Skriðan sem féll síðastliðið sumar
Fjærst er Sandvík og Gerpir upp af henni
Horn
Rauðubjörg
Takið eftir mönnunum í fjörunni. Þurftu að fara fyrir bjargið