Skip to main content

126472

Tuttugu og níu manns tóku þátt í göngu um Hólatjarnir í Fannardal í blíðuveðri. Þar voru saman komnar allar kynslóðir og nutu samveru og töfrandi umhverfis. Á tjörnum voru endur með unga sína og gróður einkar fallegur og í blóma. Yfir tjörnunum er einhver dulúð og þannig sögur fylgja sumum þeirra. Svo er svo gaman að fá sér bita og sitja saman, fátt skemmtir litlum manneskjum meira.Gengið var frá Naumamel og alla leið upp á Upsatjörn sem er efst þeirra.
Ína D. Gísladóttir

Ljósm: Hildigunnur Jörundsdóttur og Þórlindur Magnússon