Skip to main content

126472

Aðalfundurinn var haldinn 16. apríl. Þar voru afhentar fjallavörður til 15 fjallagarpa.

Formannsskipti urðu á fundinum. Ína D Gísladóttir hefur verið formaður frá stofnun félagsins 1996. Hún lét af formennskunni en við tók Laufey Þóra Sveinsdóttir, kölluð Lulla. Hún hefur verið einn helsti dugnaðarforkur félagsins gegnum árin. Talsverðar breytingar urðu á stjórn og nefndum.

Þetta er ekki frá aðalfundinum, heldur í haust (2008) í kveðjuveislunni þegar Andy fór fór heim til Nýja Sjálands.

Ína afhendir Andy fjallavörðuna

Embættismenn fundarins, Árni gjaldkeri, Benedikt fundarstjóri, Ína formaður og Heiðrún ritari

Yngsti fjallagarpurinn, Jóel Freyr Jóhannsson tekur við sinni fjallavörðu

Þrír efnilegir fjallagarpar

Hér eru þeir gömlu komnir í hópinn

Fjallavörðurnar. Heiðursgripir til fjallagarpanna

Frá aðalfundinum

Formannsskiptin. Ína til vinstri, Lulla til hægri. Greinilega er þetta ekki fjandsamleg yfirtaka hjá Lullu