Skip to main content

126472

Vorferðin á Suðurbæi 2009 var farin í fyrra lagi eða helgina 23.-24. maí. Óvenju mikill snjór var á Barðsnesi í vetur og er til dæmis enn talsverður snjór í Sandvíkurskarði. Sjórinn var eins og heiðartjörn bæði þegar matföngum og svefnpokum var róið í land á Barðsnesi, við sett í land við Viðfjarðarbryggu um miðjan laugardag og sótt í Hákarlavog á sunnudagskvöld. Af og til rigndi talsvert og dimmdi yfir á köflum og var lítið útsýni að hafa á fjöllum, en hluti hópsins freistaði þess að birti og fór hálfa leið í Sandvíkurskarð. Á sunnudagsmorgni var dagurinn tekinn snemma og við náðum ágætu veðri í fjörunum austan Horns, sumir fóru svo út á Font, sumir niður undir Rauðubjörgin og enn aðrir gengu beint til bæjar og fengu sér kríu fyrir kaffið. Það er algengt að Íslendingar kvíði því að veður verði ekki nógu gott. Það er viss feginleiki fólgin í því að átta sig á að allskonar veður er skemmtilegt og hressandi upplifun að fá yfir sig dembu. Eftir eina slíka er indælt að eiga að jafn vistlegu húsi og á Barðsnesi að hverfa. Þó að veðrið hefði getað verið betra lék göngufólkið við hvern sinn fingur bæði á göngu og eins áttum við ágæta vist í húsi við góð matföng, lestur, spil, spjall og spádóma. Með fylgja nokkrar svipmyndir úr ferðinni. Hópurinn taldi 15 manns með fararstjórum.
Ína D. Gísladóttir

Á leið í Mónes

Hópurinn kom víða að

Þórarinn Viðfjörð dvelur í Viðfirði og bíður eftir kollu í varpið sem er seint á ferð í ár

Útihurðin í Viðfirði

Gamall Ferguson á Viðfjarðarhlaði

Horft heim að Viðfjarðarbæ

Skrautleg varpstæði, kaffipokar

Brúin á Viðfjarðarós

Á leið út yfir Brík

Best að láta sig hafa það að reyna við Sandvíkurskarðið

Fallegur vogur við Stuðla

Fugl eða mannsmynd við Stuðla

Allra veðra von

Gömlu símastaurarnir milli Stuðla og Barðsness

Horft eftir Barðsneshorni, básar, stapar og tangar

Hellisfjara

Víða fallegar skófir

Hellisfjörukambur með 50 ritum á hreiðrum

Stuðlaberg, undir múkkar á hreiðrum í Hellisfjöru

Teygt eftir rigningargöngu

Fyrirsæta

Lulla fararstjóri fer niður Bríkina

Skarfakál

Skokkað síðasta spölinn í steingerfingana

Straumönd, kolla, tjaldur o.fl.

Toppþjónusta

Það fer vel á með Landsbanka og Sparisjóðnum

Loftið á Barðsnesi er nýuppgert og vistlegt

Lummukaffi eftir smá lúr

Rómó

Snætt hangiket að góðum íslenskum sið af stellinu fína

Spjall og seinna lestur

Spámenn á heimsmælikvarða

Svo er tekið til við uppvaskið

Tekið í spil

Allt skal vera spikk og span við brottför

Barðsnesbásinn gamli lendingarstaðurinn á Barðsnesi

Úr Hákarlavogi, Barðsnesbær, neðar rústir Báshúss. Mölin fyrir framan

Matur og svefnpokar í land á Barðsnesi

Sjálfkrafa farnir að ganga eins og gömlu Víknabúarnir í röð

Um borð við Hákarlavoginn

Magga og Linda dætur Öldu Ármönnu og Þorbergs Sveinsbarna frá Barðsnesi

Jón Sveinbjörnsson undir stýri á Skrúð

Magga og Linda á heimleið