Skip to main content

126472

Þannig voru þessar ferðir auglýstar í göngudagskránni. Laugardaginn 13. júní var gengið frá Stöð í Stöðvarfirði, yfir Stöðvarskarð og að sjónvarpshúsi á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar (Veit einhver nafn á þeim stað ?) Þrátt fyrir þungbúið veður mættu 17 manns og 2 hundar. Vegslóði er þarna yfir með rafmagnslínunni. Honum var fylgt að mestu.

Daginn eftir var gengið frá jarðgangamunna í Fáskrúðsfirði yfir Stuðlaheiði að Stuðlum í Reyðarfirði. Göngumenn voru 32 og annar hundurinn. Gengið var uppí þoku og af Stuðlaheiði sést ekkert nema í næstu menn. Mikill snjór er enn til fjalla.


Kristinn Þorsteinsson tók flestar ljósmyndirnar

Einbúi, gríðarstór björg undir Stöðvarskarði Stöðvarfjarðarmegin

Fulltrúar Launafls í ferðinni drógu upp sinn fána

Það er nokkuð bratt efst Fáskrúðsfjarðarmegin. Sumir fóru á einfaldari mátann niður

Hundarnir voru af fínu kyni en kom samt ekkert of vel saman í ferðinni

Hreiður í vegkantinum

Bærinn Dalir og sér út Fáskrúðsfjörð

Borgþór. Af Indriðaættinni, eins og Kiddi fararstjóri

Fáskrúðsfirðingar hafa komið fyrir gestabókum allvíða á sínum fjöllum. Hér er bók í Stuðlaskarði, í vönduðum álkassa

Hér fann Ríkharður vatn, sem smakkaðist vel

Á einum stað þurfti að fara upp bratta fönn

Þrjár norðfirskar

Allir skrifa í gestabókina

Menn gera sig klára. Dalir í Fáskrúðsfirði fjær

Hundurinn var öflugur, hér fékk hann sér sundsprett

Komið niður undir Stuðla í Reyðarfirð

Komið að leiðarenda í Fáskrúðsfirði