Skip to main content

126472

Gengið var á fjallið Skúmhött (881 m.) í Vöðlavík í sólstöðugöngu gönguvikunnar. Af Skúmhetti er afar víðsýnt og var fjallið hreint þegar komið var niður í víkina. Eftir að gangan hófst þyngdi stöðugt að og var skollin á þoka þegar lagt var á tindinn.
Doddi á Skorrastað stjórnaði fjallasöng í ferðinni. Í lok göngu var tekið á móti hópnum í skála Ferðafélagsins með rjúkandi kaffi og kleinum sem Sibba og Lulla sáu um. Konráð Ottósson lék lög á harmoniku.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson.

Skammt fyrir ofan Vaðla á leið í Tregadal

Doddi á Skorrastað stjórnaði fjallasöng með miklum ágætum

Efst í Tregadal

Þokan skollin á

Smá upprof myndaðist í þokuna þannig að sást í Vöðlavíkina

Á toppnum

Konráð Ottósson spilaði á harmoniku

Sibba og Lulla sáu um kaffiveitingar

Þar sem lítið útsýni var að hafa í ferðinni eru hér nokkrar myndir teknar af Skúmhetti kvöldið áður.

Til suðurs, yfir Vöðlavík, fjöll milli Vöðlavíkur og Reyðarfjarðar.

Þar sem lítið útsýni var að hafa í ferðinni eru hér nokkrar myndir teknar af Skúmhetti kvöldið áður.

Norðfjörður nær, Mjóifjörður fjær.

Þar sem lítið útsýni var að hafa í ferðinni eru hér nokkrar myndir teknar af Skúmhetti kvöldið áður.

Horft til Gerpis.

Þar sem lítið útsýni var að hafa í ferðinni eru hér nokkrar myndir teknar af Skúmhetti kvöldið áður.

Einstakafjall, Nónskarð, Goðaborgarfjall

Þar sem lítið útsýni var að hafa í ferðinni eru hér nokkrar myndir teknar af Skúmhetti kvöldið áður.

Sandvík