Gengið var frá Stríðsárasafninu á Reyðarfjarðar um Svínadal, Hrævarskörð og Eskifjarðarheiði að hluta, niður á Eskifjörð. Þetta er sama leið og hópur breskra hermanna ætlaði að fara þann 20. janúar 1942 frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Ferð Bretanna endaði hörmulega, þeir komust ekki uppí Hrævarskörð af Svínadal vegna harðfennis og fóru þá lengri leið, um Tungudal. Það brast á þá aftaka veður og urðu 8 þeirra úti á Eskifjarðarheiði. Heimilisfólki á bænum Veturhúsum í Eskifirði tókst þó að bjarga lífi fjölmargra hermanna með því að leita þá uppi og bjarga heim í bæ við afar erfiðar aðstæður. Sjá frásögn á bls. 44 í árbók FÍ. 2005
Ljósm. Gunnar Jónsson.
Kort af leiðinni. Græna línan er um Hrævarskörð. Rauða X-ið er þar sem Bretarnir komust ekki upp. Þeir fóru því leiðina sem merkt er með bláu.
Allir ferðbúnir við Stríðsárasafnið
Fararstjórinn, Sævar Guðjónsson á Mjóeyri, lengst til vinstri rifjaði upp söguna í upphafi ferðar
Andy Dennis Nýja Sjálandi
Lagt á brattann uppí Hrævarskörð
Grillir í Eskifjörð
Gunnar Jónsson, Andy og Trýna á Mjóeyri. Ljósmyndari óþekktur