Laugardaginn um Neistaflugið, 1. ágúst var gengið frá Neskaupstað á Nípukoll sem er hápunkturinn á Norðfjarðarnípu milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar, 819 metrar. Þátttakendur voru 15.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson.
Rauðubjörg handan Norðfjarðarflóa
Innúr Norðfjarðarflóa ganga Viðfjörður fjærst, Hellisfjörður í miðið og Norðfjörður næst
Hér er komið uppá rimann milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar. Sér yfir þokufylltan Mjóafjörð. Nokkur ganga eftir út á Nípukoll. Enn sem komið er hafa göngumenn sloppið við þokuna en hún er óðum að hylja fjallatoppana
Benedikt Sigurjónsson, Benti fararstjóri, . Margreyndur göngugarpur
Hér er jarðvegurinn rauður. Sagnir eru um að á þessar slóðir, uppá Nípuna, hafi menn forðað sér undan Svartadauða
Komið á leiðarenda, á Nípukoll en þokan varð á undan og ekkert sást
Mary frá New York. Slóst í hópinn en annars er hún ein að róa umhverfis Ísland á kajak. Á eftir að fara suðurum til Reykjavíkur