Hallbjarnarstaðatindur, 1146 metra hár er milli Skriðdals og Þórudals. Best er að nálgast hann með því að fara veginn yfir Þórdalsheiði frá Reyðarfirði og uppgöngustaðurinn er þar sem vegirnir um Stafdal og Þórudal koma saman.
4 mættu í gönguna, enda bauð veðrið ekki uppá útsýni, lágskýjað og lítið skyggni af tindinum en heldur birti til þegar við vorum á niðurleið og var það nefnt að snúa við og fara upp aftur.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson.
Í upphafi ferðar er áin Jóka farartálmi
Þórudalur
Hér fyrir neðan eru myndir teknar af Hallbjarnarstaðatindi í betra skyggni.
Ljósárdalur og Ytri-Ljósárdalur eru aðeins utar í Þórudalnum. Þar er afar fallegt líparít. Fjær er Skúmhöttur, einn af nokkrum með því nafni, hér á Austurlandi
Á norðurendi Hallbjarnarstaðatinds er þessi stuðlabergshryggur, þar sem heitir Goðaborg
Stafdalur til suðurs. Út úr honum til vinstri er Djúpidalur. Hann er stuttur og endar í botni Skógdals innúr Reyðarfirði. Þessa leið á að ganga 12. september, sjá dagskrá Ferðafélagsins. Leiðin um Stafdal liggur svo áfram um Stafsheiðardal yfir í Norðurdal í Breiðdal.
Partur af Hallbjarnarstaðatindi sést frá Reyðarfirði, þar sem þessi mynd er tekin. Örin bendir á hann, hann ber milli Tröllafjalls og Brúðardalsfjalls.