Skip to main content

126472

5. september var hjólaferð á Héraði. Hjólað var frá Egilsstöðum um Fellabæ og út Tungu, yfir Fljótið við Lagarfoss og til baka í Egilsstaði um Útsveit og Eiðaþinghá. Þetta reyndust vera 63 km.

Leiðin merkt inná kort

Þátttakendur, fyrir utan ljósmyndarann

Dagverðargerði framundan

Horft til baka, Rangá

Hádegi í skóginum við Vífilsstaði

Jón Steinar, bóndi á Hallfreðarstöðum stoppaði til að tala við okkur. Honum þótti miður að hafa ekki vitað af þessu, hefði þá komið með, áhugamaður um hjólreiðar og aðrar íþróttir

Við Strauma. Hér var fyrrum ferja sem dregin var yfir á vír. Endastaurarnir standa enn á bökkunum sitt hvoru megin

Brúin við lokumannvirki Lagarfossvirkjunar

Við Lagarfoss hittum við starfsmenn Stjörnublásturs á Seyðisfirði. Þeir hafa verið að sandblása og mála lokurnar.

Frá Lagarfossi styttum við okkur leið, með því að fara afar skemmtilegan veg, ekki ætlaðan bílum yfir í Stóra-Steinsvað. Með því styttist leið okkar um 15 km

Farið um fjöruna, þar sem heitir Fossvík, ofan við Lagarfoss

Horft til baka yfir Fossvík og til Lagarfoss

Hér var torfært fyrir hjól og farið utanvegar

Stóra-Steinsvað að baki

Vegurinn er meðfram Gilsá á löngum kafla

Hér hefur sprungið að framan. Eigandinn virðist hafa gleymt bílnum. Hér með er hann minntur á hann, númerið er Y 5700

Við álítum þetta bröttustu brekku á Héraði