Skip to main content

126472

Fjölmenni, eða 38 manns, fór í árlega hátíðargöngu í Páskahelli í ár. Fyrir austurhimininn var ofin þykk blágrá kemba sem ekki hleypti svo mikið sem sólargeisla í gegn en veður var einstaklega blítt og kyrrt og hiti rétt um frostmark. Ef til vill var það einmitt núna á góupáskum sem sólin dansaði og þá á bak við skýin, hver veit. Og ekki yrði ég hissa þó að í hóp íbúanna hefði bæst svo sem ein selastúlka eða piltur sem hafði glatað hami sínum við landskemmtan á páskum þegar selirnir gengu á land í Páskahelli til gleðileika. Göngufólk naut samverunnar og sérstaklega þótti börnunum sem voru mörg, gott að eiga þessa stund með foreldrum sínum. Hér koma nokkrar myndir frá morgninum en erfitt var að festa á filmu hópinn sem lagði af stað í morgunskímunni, einungis glitti í endurskinsmerkin.
Ferðafélag Fjarðamanna og fararstjórinn Ína Gísladóttir þakka þátttakendum samfylgdina.

Ljósm. Ína Gísladóttir og Heiðbrá Guðmundsdóttir.

Fullkomin blágrá sólarvörn

Hópurinn er ósýnilegur aðeins sjást endurskinsmerki og ljósin á Bakkabökkum

Hluti af göngufólki gengur út með sjó

Nærmynd í göngubyrjun af hressum krökkum og Malla

Hlýtt á sögur úr hellinum

Búist til niðurgöngu

Niður stigann

Krakkar

Á klettinum til vinstri sitja tveir skarfar á kletti

Vatnið mótar bergvegginn í hellinum

Á leið í hellinn, það er hált í blautum hnöttóttum steinvölunum

Á leið í Hellinn

Völurnar, hluti af hljóðfærinu sjávarharpa sem leikur eftir veðri og vindum í vognum fram af hellinum

Friðrik skoðar inn í för eftir trjáboli

Mæðgur við ísvegginn

Andakt í hellinum

Í Páskahelli

Í Páskahelli

Úti á klöppum

Jóna Ingimars í Páskahelli

Rúnar renndi yfir Fjallið til þess að vera með

Sólin leynist á bak við skýin

Ölduleikur

Ölduleikur

Svelluð fjara utan við.

Ísuð leið

Uppganga um einstigi, gamla leiðin

Niður úr einstiginu

Horft til baka á klappir fram af Páskahelli

Uppganga

Uppganga

Uppganga

Í Klofasteinum

Uppi í Kórnum

Eitthvað skemmtilegt á seyði

Í Klofasteinum

Jón Hjörtur

Horft niður í Voginn framan við Páskahelli úr götunni sem liggur út í Hundsvík