Þessi ferð var ekki á ferðadagskránni en var ákveðin þar sem nú er dag eftir dag alveg einstaklega gott veður og skíðasnjór óvenju mikill og góður.
5 manns gengu yfir Eskifjarðarheiði, úr Eyvindarárdal og til Eskifjarðar, leiðin er tæpir 20 km.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson.
Hér erum við nýlögð af stað inn Eyvindarárdal. Fjöllin tvö framundan eru Slenjufjall og Tungufell, hægra megin. Þarna liggja leiðir um þrjá dali til þriggja fjarða, Mjóafjarðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
Í Eyvindarárdal. Takið eftir slóðunum í snjónum, handan við skíðakonurnar, þær eru eftir hreindýr
Endi Svínadals. Hann liggur til Reyðarfjarðar. Tungufell vinstra megin
Matartími, innarlega í Tungudal
Hér er komið uppá sjálfa Eskifjarðarheiðina. Varða framundan og Hólmatindur fjær, hægra megin á myndinni
Áð við kofann á Eskifjarðarheiðinni. Þar er gestabók. Töluverður gestagangur virðist þarna, jeppa- og snjósleðamenn og stöku sinnum fótgangandi menn og skíðafólk. Það ku vera reimt í kofanum.
Sér til sjávar
Eskifjörður
Komið á leiðarenda. Hestamenn að spóka sig í góða veðrinu