Skip to main content

126472

Þetta var létt bæjarrölt, sem hét í ferðadagskránni „Fögnum sumri á Reyðarfirði“. Kíkt var á kirkjuna, Búðareyri, Bakkagerðiseyri, Stríðsárasafnið, rafstöðina og nokkur gömul hús. Endað var á kaffihúsinu hjá Merleen. EInar Þorvarðarson var leiðsögumaður. Hann er fróður og fór yfir söguna og sagði frá eftirminnilegum persónum.

Frá vinstri: Helgi Magnússon, Helgi Sigfússon, Einar Þorvarðarson leiðsögumaður og Kristinn Þorsteinsson

Tunga

Hermes. Þar bjó Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri, afi Einars. Nú er þar Skólaskrifstofa Austurlands

Brú

Stríðsárasafnið. Afar áhugavert. Bretar voru umsvifamiklir hér á stríðsárunum og byggðu hér stórt sjúkrahús

Líkan af hersjúkrahúsinu. Nokkrir bragganna eru varðveittir sem hluti safnsins

Loftvarnarbyrgi og byssuturn

Rafstöðin á miðri mynd, hvítt hús með rauðu þaki

Rafstöðin er enn í notkun. Hún var byggð 1930, framleiðir 270 kílówött. Vatnið kemur úr Búðará, frá stíflu ofan við byggðina og er fallhæðin 150 metrar

Róri rafveitustjóri bauð uppá hressingu

Vatnstúrbínan næst, rafallinn fjær, bakvið kasthjólið

Rafall

Gangráður. Hans hlutverk er að stjórna vatnsrennslinu inná túrbínuna þannig að rafallinn snúist með jöfnum hraða

Róri (Sigfús Guðlaugsson) rafveitustjóri

Í rafstöðinni er varðveittur uppdráttur af Reyðarfirði frá 1938. Hér er Búðareyrin og utan við Búðará, að Oddnýjarhæð

Bakkagerðiseyrin og útbærinn, að Selsteinshæð

Útbærinn, utan við Selsteinshæð

Bakkagerði, endurbyggt hús. Nú kaffihúsið Hjá Marleen

Marleen lengst til vinstri. Hún er frá Belgíu en hefur búið hér frá 1991