Yfirferð Steinunnar Steinþórsdóttur í Skuggahlíð yfir sögusteina í heimalandi hennar var einstaklega skemmtileg og athyglisverð. Fór hún við áttunda mann í hálfhring frá álfasteini sem liggur þétt við Oddsskarðsveg ofan vegamóta við Seldal, upp í hlíðina að Klofasteini þar sem gott er að hlaða sig orku og í sveig að Mundlaugarsteini en hann er þekktur að fornu fari og við fyrsta vísi af fornleifaskráningu, sem Skorrastaðaprestur framkvæmdi fyrir Dani á 18. öld og sagt er frá í Norðfjarðarbók var hann talinn til fornminja þar sem undir honum ku vera grafin mundlaug full af gulli. Til bjargar álfasteininum varð draumspekt Gyðu í Skálateigi og vegaverkstjórans Charlesar Magnússonar en samtals dreymdi þau það þrisvar sinnum að álfkona kom til þeirra og bað sér og börnum sínum griða í bústað sínum sem til stóð að sprengja við vegagerð á níunda áratug tuttugustu aldar. Af þessum sökum hnikaði Charles til vegarstæðinu svo steinninn mætti standa óskaddaður. Þá er Einbúi staður til þess að róa sig og sættast. Ferðafélagið kann Steinunni bestu þakkir fyrir leiðsögnina.
Ljósmyndir og texti Ína D Gísladóttir
F 85 01
teinunn í Skuggahlíð bendir á helga steina í Litlanesi
F 85 02
Steinarnir í Litlanesinu, sprengjusárið er ofar með Selánni
F 85 03
Álfasteinn við Oddsskarðsveg, þar bað álfkona sér og börnum sínum griða
F 85 04
Á leið að Klofasteini, háuklettar fyrir ofan, orkuflæði
F 85 05
Blómmóðir besta, blágresi í blóma
F 85 06
Jóna og Jóhanna við Klofastein
F 85 07
Siggi í Steinsnesi á Klofasteini
F 85 08
Hér er reynir að vaxa upp
F 85 09
Á stétt Einbúans
F 85 10
Jóna, Sigga og Robyn
F 85 11
Jóhanna og Steinunn
F 85 12
Steinunn við ónefndan sögustein
F 85 13
Niður að Skuggahlíðarbæ. Hlaðan til hægri tengist sögu um steininn á fyrri myndinni
F 85 14
Torfagilssteinn á brún Torfagils, þar búa vættir sem gæta búsmalans
F 85 15
Lambagrasið ljósa
F 85 16
Skuggahlíðarhrútarnir voru forvitnir um ferðir okkar
F 85 17
Þessi staður heitir Gildrur og bendir til fornra refagildra
F 85 18
Mundlaugarsteinn var eitt sinn talin til fornminja
F 85 19
Við Mundlaugarstein
F 85 20
Sögustund við Mundlaugarstein
F 85 21
Sigga og Siggi eiga bæði rætur í Skógum í Mjóafirði
F 85 22
Jóna og Auður
F 85 23
Robin og Sigga
F 85 24
Við kveðjum Steinunni með þakklátum huga fyrir að gefa okkur hlutdeild í þjóðsagnaveröld Skuggahlíðar