Á föstudeginum var farið á Svartafjall.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson.
Gestabókarhólkurinn á Svartafjalli var líka á kafi í snjó en hann fannst eftir nokkra leit.
Hópurinn á Svartafjalli. Ekki beint sumarlegt, snjóél og norðanbelgingur.
Hér er búið til skjól til að gestabókin blotni ekki í snjókomunni.
Þetta er Lára Valdís (sú stóra). Hún missti af mánudeginum en gekk hina dagana og fór svo á Goðaborgina á laugardaginn, þannig að hún fór á Fjöllin fimm á 5 dögum.
Það má segja að svolítið sé svindlað með Svartafjallið því það er farið á það úr um 600 metra hæð, af gamla Oddsskarðsveginum.
Ína afhenti þeim rós, sem höfðu farið á öll 5 fjöllin á þessum 5 dögum. Þessi hópur er þvi kominn í tölu fjallagarpa Fjarðabyggðar. Auk þess er Ásmundur Háldán Ásmundsson orðinn fjallagarpur, hann er bara 14 ára og fór á 3 fjöll, og svo Lára Valdís Kristjánsdóttir sem fór á fjöllin 5, degi seinna en hinir. Mynd Sævar
Kiddi (Kristinn Þorsteinsson) margfaldur fjallagarpur Fjarðabyggðar. Mynd Sævar