Laugardaginn 19. júlí stóð Ferðafélagið öðru sinni í sumar fyrir göngu á Kistufell. Í byrjun göngu voru þokubakkar í fjallinu sem hurfu brátt úr varð bjart og fallegt veður. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Framundan má sjá Teigagerðistind og þar fyrir aftan sést í Svartafjall
Botnatindur næst, Skúmhöttur þar fyrir aftan og fjærst sést í Snæfell
Á toppnum
Smá rennsli sakar ekki
Það getur verið hált á fönninni