Laugardaginn 23. ágúst 2008 var gönguferð þar sem farin var sama leið og hópur breskra hermanna fór þann 20. janúar 1942 frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Ferð Bretanna endaði hörmulega, það brast á aftaka veður og urðu 8 þeirra úti á Eskifjarðarheiði. Heimilisfólki á bænum Veturhúsum í Eskifirði tókst þó að bjarga lífi fjölmargra hermanna með því að leita þá uppi og bjarga heim í bæ við afar erfiðar aðstæður.
Sjá frásögn á bls. 44 í árbók FÍ. 2005
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson og Árni Ragnarsson
Við Stríðsárasafnið á Reyðarfirði í upphafi ferðar. Hörður Þórhallsson fræðir göngumenn um ferð Bretanna
Komið uppí Svínadal. Enn er þoka en það birti til og var veðrið eins og best gat verið allan daginn
Grásteinn, þekkt kennileiti á Svínadal
Mæðgurnar á Sléttu í Reyðarfirði, Þuríður Lillý og Dagbjört Briem
Við Fossabrekkur, á miðjum Svínadal
Á Svínadalsvarpi
Hér heitir Norður-Svínadalur, þar sem hallar oní Eyvindarárdal
Kort af leiðinni. Bláa línan er leiðin sem farin var nú og sem Bretarnir gengu. Græna línan er um Hrævarskörð, sem er styttri leið. Hana ætluðu Bretarnir að fara en það er allbratt uppí Hrævarskörð úr Svínadal, þar sem merkt er með rauðu X-i. Þar komust þeir ekki upp vegna harðfennis og ísingar og fóru því lengri leiðina um Tungudal. Það tafði þá verulega og lentu þeir bæði í myrkri og aftaka veðri, sem orðið var
Á Tungudal eru enn leifar af gamalli mæðiveikigirðingu sem var frá Eskifirði til Héraðs
Gamli vegaslóðinn, efst í Tungudal. Hann var lagður um 1880
Myndarleg varða efst í Tungudal
Á Eskifjarðarheiði
Áð við sæluhúsið á Eskifjarðaheiði. Nafnið Friðriksberg er grafið í fjöl ofan við dyrnar
Hólmatindur í baksýn. Hér færður aðeins nær með aðdráttarlinsu
Tóftir Veturhúsa
Leiði Bretanna í kirkjugarðinum á Búðarmel á Reyðarfirði. Sá 9. sem hvílir þarna lést áður af öðrum ástæðum. Leiði yfirmannsins (Lieutenant) er framan við hin. Hann fótbrotnaði þegar þeir voru að krækja uppfyrir Ytri- og Innri-Steinsár og var talið að það hefði á sinn hátt valdið dauða hans. Á legsteini hans stendur: " JOHN DIED TO SAVE HIS MEN, MAY GOD BLESS HIM. HIS LOVING MOTHER AND DAD.
Allt voru þetta ungir menn, 21 - 26 ára. John var 21 árs.