Laugardaginn 6. september 2008 var farið í hjólaferð. Hjólað var frá gangamunna Fáskrúðsfjarðarganga, út Reyðarfjörð fyrir Vattarnes og Skriður og inn Fáskrúðsfjörð og gegnum göngin til Reyðarfjarðar. Þar með var hringnum lokað. Þetta er 64 km leið. 8 hjólreiðamenn voru í ferðinni. Sama leið var farin í fyrra en þá í hina áttina, rangsælis.
Ferðin hófst við áningarstaðinn utan við göngin Reyðarfjarðarmegin
Veðrið gat ekki verið betra. Logn
Hólmatindur, Hólmanes og Eskifjörður
Þernunes. Vattarnes í fjarska
Hafranes
Gamla bæjarstæðið á Hafranesi
Kolmúli
Hádegisverður undir vegg á Kolmúla. Guðjón var heima og slappaði af inní bæ. Kristín, tengdadóttir Guðjóns var með og við fengum að vera eins og heima hjá okkur
Vattarnes. Snæfugl ber hæst handan fjarðar. Gerpir yst
Í Vattarnesskriðum
Skrúður
Áð í Skriðunum. Handan fjarðar er Sandfell, rétt vinstra megin við miðja mynd
Fjörðurinn fagri. Kolfreyjustaður framundan
Kirkjan á Kolfreyjustað. Séra Þórey var ekki heima, var við útför Sigurbjörns Einarssonar biskups sem fór fram þennan dag
Safnaðarheimili í byggingu
Komið til Fáskrúðsfjarðar, eða Búða, eins og heimamenn kalla staðinn
Hressing í Stebbasjoppu
Á leið inní botn Fáskrúðsfjarðar, þar sem göngin eru
Áningarstaður við göngin, við bæinn Dali. Héðan er gönguleiðin yfir Stuðlaheiði til Reyðarfjarðar