Skip to main content

126472

Barna- og fjölskylduganga í Ímdal sunnudaginn 3.september.

22 manns mættu í gönguna(11 börn og 11 fullorðnir)

Gengið var frá Ímakoti(Ímastöðum) í Vöðlavík og upp í Ímadal. Krakkarnir fengu að kynnast tröllkonunni Ímu. Á leiðinni fundu þau bæði vettling og ullarsokk sem tröllkonan Íma hafði misst og skiluðu því í Ímagatið þar sem Íma átti heima. Fyrir það fengu þau verðlaun.

Ljósm. Kamma Dögg Gísladóttir, Ásdís Hauksdóttir og Jóhanna Lindbergsdóttir.

Skoðað Ímu tröllkerlingu í klettinum

Á leiðinni upp Ímadal - Ímastaðir í fjarska

Vettlingurinn hennar Ímu fannst á leiðinni

Allir krakkarnir í ferðinni stilltu sér upp með vettlinginn hennar Ímu

Stiklað yfir Ímastaðará

Krakkarnir með ullarsokk og vettlinginn hennar Ímu næst var að reyna finna gatið sem hún átti heima og skila þessu og fá verðlaun í staðinn

Hópurinn við Sjónarhraun fyrir miðjum Ímadal

Tröllasögur geta verið þreytandi

Búið að finna Ímagatið

Verðlaunin ofan í gatinu

Búið að ná verðlaununum upp úr gatinu

Við Ímagatið

Sumir skelltu sér ofan í Ímagatið

Toppurinn á tilverunni