Laugardaginn 10. ágúst var gengið af Mjóafjarðarheiði út á Fönn og þaðan eftir brúnum á Goðaborg. Ferðin var í samvinnu við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs. Fararstjórn var í höndum Stefáns Kristmannssonar og Kristins Þorsteinssonar. Þegar komið var u.þ.b. miðja vegu milli Fannar og Goðaborgar gerði Hafliði Sævarsson sér lítið fyrir og hljóp út að Goðaborg og niður í Hóladal og upp í Hólaskarð. Þaðan hljóp hann niður í Mjóafjörð, út með ströndinni og eftir rák fyrir Nípuna til Norðfjarðar.
Myndir: Kristinn Þorsteinsson.