Píslarganga á föstudaginn langa hefur verið fastur liður. Á skíðum ef snjór hefur fundist. Undanfarin ár hefur verið snjólaust á láglendi um páska og svo var einnig að þessu sinni. Það var því farið uppá Fjarðarheiði en þar er gott gönguskíðasvæði og að jafnaði nægur snjór. Sex manns gengu þaðan, yfir í Vestdal, að Vatnskletti norðan við Vestdalsvatn. Veður var gott, hægviðri en dimmt yfir og blindað.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Hér kanna ofurhugar hvort ísbjörn leynist í þessu undarlega hýði sem varð á vegi okkar.
Kíkt á nestið
Nýfallinn lausasnjór var en undir var rakur snjór eftir undanfarandi hlýindi. Vildi því setjast neðan í skíðin og hér er Hinrik að setja áburð undir hjá Kolfinnu
Gönguklúbbur Seyðisfjarðar hefur stikað gönguleiðina frá Seyðisfirði um Vestdal til Héraðs. Hér við Vatnsklett er upplýsingaskilti og gestabók.