Helgina 7.-8. júlí 2007 var lagt í ferð þar sem ætlunin var að ganga frá Dalatanga um Dalaafrétt yfir Skálanesbjarg til Skálaness. Seinni daginn átti að ganga frá Skálanesi um Brekkugjá til Brekku í Mjóafirði.
Þegar lagt var upp frá Dalatanga var veður þungbúið , þoka í fjöllum. Fór svo að leiðin upp í Dalaafrétt fannst ekki sökum þoku og því afráðið að snúa við og halda til Dalatanga. Var ákveðið að fara á bílum til Seyðisfjðarðar og út að Skálanesi þar sem gist var.
Daginn eftir var farið upp að snjóflóðavarnagarði í Bjólfinum þaðan sem gengið var til Vestdalsvatns og niður Vestdal til Seyðisfjarðar.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson.
Lagt af stað frá Dalatanga
Vogar
Sér til Tröllaness
Leitað uppgöngu í Dalaafrétt
Mosi
Komið til baka í Dalatanga
Á leið í Skálanes
Í Skálanesi
Skálanes
Gengið um Skálanes undir leiðsögn Ólafs Arnar Péturssonar
Sér til Loðmundarfjarðar
Skálnesbjarg
Við snjóflóðavarnagarðinn í Bjólfinum
Vestdalsvatn framundan
Gestabókin við Vestdalsvatn
Sér niður Vestdalinn
Fossar í Vestdal