Skip to main content

126472

Laugardaginn 21. júlí 2007 var farið í hjólaferð. Farið gegnum Fáskrúðsfjarðargöng, út Fáskrúðsfjörð, um Vattarnesskriður og inn Reyðarfjörð að göngunum. Þá var búinn rúmlega 60 km hringur.

Hér gera hjólreiðamennirnir sig klára á áningastað utan við göngin Reyðarfjarðarmegin

Þrír ættliðir, Þorgerður Malmquist, Mikael Natan Róbertsson og Jóhanna Malmquist

Hópurinn kominn gegnum göngin, við Dali í Fáskrúðsfirði

Sér út Fáskrúðsfjörð frá göngum

Auðvitað var stoppað í sjoppunni á Fáskrúðsfirði

Séra Þórey og Leif á Kolfreyjustað tóku vel á móti okkur

Gengið til kirkju á Kolfreyjustað

Úti fyrir kirkjudyrum er legsteinn séra Ólafs Indriðasonar, föður Páls skálds og Jóns ritstjóra. Ólafur sat Kolfreyjustað og ólust þeir bræður þar upp

Klukkur Kolfreyjustaðakirkju. Sú stærri er óvenju stór

Séra Þórey sýndi okkur kirkjuna og fór yfir sögu hennar og helstu sérkenni

Ísbíllinn kominn

Skálavík, nokkru utan við Kolfreyjustað. Hér var búið fyrrum og afi eins hjólreiðamannsins uppalinn. Sandfell sunnan fjarðar

Hádegisverður í Skriðunum. Skrúður úti fyrir

Skriðurnar að baki, Vattarnes framundan

Vattarnes

Hólmatind ber hæst á miðri mynd

Hallfríður, fréttaritari Morgunblaðsins og Einar komin til að sjá hvernig gengur

Mikael, 8 ára fór létt með þetta

Biskupshöfði nær, Hólmanes handan fjarðar og Svartafjall og Oddsskarð fyrir miðri mynd

Paufast upp Handarhaldið, þá er bara eftir brekkan upp að göngum