Skip to main content

126472

Sunnudaginn 26. ágúst stóðu Ferðafélag Fjarðamanna og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs semeiginlega fyrir ferð í Múlahöfn, Þerribjörg og Bjarnarey út við Héraðsflóa.
Var farið á bílum upp á Hellisheiði og gengið frá efstu drögum Kattárdals niður í Múlahöfn og út að Þerribjörgum. Fararstjóri var Hjálmar Jóelsson. Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði sá um að flytja fólk út í Bjarnarey þar sem Jón Andrésson fræddi viðstadda um sögu eyjarinnar. Að aflokinni heimsókn í Bjarnarey fór hluti af hópnum í land í Múlahöfn og gekk upp úr víkinni, en aðrir sigldu með bátnum áleiðis til Vopnafjarðar.
Kunnum við fararstjóra, Björgunarsveitinni Vopna og Jóni Andréssyni bestu þakkir fyrir ánægjulega ferð.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Við upphaf ferðar

Sést í Þerribjörg, Bjarnarey fyrir utan

Á brúnum fyrir ofan Múlahöfn

Múlahöfn

Á leið niður í Múlahöfn

Hjálmar Jóelsson les upp fróðleik um svæðið

Setið að snæðingi í Múlahöfn

Vík á milli Múlahafnar og Þerribjarga

Þerribjörg

Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson

Í Múlahöfn

Fólk ferjað um borð í björgunarskipið

Á leið út í Bjarnarey

Bjarnarey framundan

Gengið á land í Bjarnarey

Jón Andrésson fræddi viðstadda um sögu Bjarnareyjar

Vitinn í Bjarnarey

Selir

Leifar gamla vitans í Bjarnarey

Fólk ferjað úr Bjarnarey

Kollumúli

Ýmislegt fróðlegt að sjá

Búrið