Skip to main content

126472

Kistufell er eitt „ Fjallanna fimm“ í Fjarðabyggð og trúlega þeirra erfiðast. Það er 1239 metra hátt og þarf að fara mjög bratta og nokkuð langa skriðu síðasta hlutann.

Komið nokkuð áleiðis uppí Hjálpleysu. Sér út Reyðarfjörð og Grænafell til vinstri

Hjálpleysuáin fellur í gljúfri og mörgum fossum

Jón Jóhannsson, titlaður langafi í gestabókinni var ferðalöngum mjög til aðstoðar þegar þurfti

Hér aðstoðar Jón Hörð Erlendsson yfir vatnsfall

Komið í snjó uppá Hjálpleysuvarpinu. Þoka

Heldur glaðnaði til þegar fór að nálgast toppinn

Hægra megin er nyrðri hluti Kistufells, sem kallast Eldhnjúkar, til vinstri sér á Sandfell handan Hjálpleysu

Hér er komið í bröttu skriðuna, hún er erfið, úr lausagrjóti og brattinn um 42°

Komið uppúr skriðunni, þægilegt rölt í átt að toppnum

Hörður var almennilega nestaður, með sviðalappir og kjamma

Gestabókin á Kistufelli. Þrjár erlendar konur voru með í för, tengdar álversbyggingu á Reyðarfirði

Hópurinn við hólkinn þar sem er gestabókin og stimpillinn fyrir þá sem fara á „Fjöllin fimm“

Farin var „hin leiðin“ niður, oní Hrútabotna og niður á Fagradal. Afar bratt er niður í fyrstu

Sér niður á veginn á Fagradal

Á þessari leið þarf að vaða Fagradalsána