Stuðlaheiði er milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Fyrrum var hún aðal samgönguleið milli þessara fjarða. Reyðarfjarðarmegin er gamla hestagatan enn nokkuð skýr. Stikuð gönguleið er yfir Stuðlaheiði og Reyðarfjarðarmegin fylgir hún gömlu leiðinni að mestu. Fáskrúðsfjarðarmegin er jeppaslóð uppá heiðina, með raflínunni.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson