Skip to main content

126472

Það var fjölþjóðlegur hópur sem leitaði sér fróðleiks og naut útivistar í Hólmanesinu laugardaginn 28. maí undir forystu jarðfræðinganna Einar Þórarinssonar og Gunnars Ólafssonar. Sól skein í heiði en lofthitinn var ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Hópurinn sem taldi 28 manns var frá átta löndum því með okkur var níu manna hópur frá samtökunum Veraldarvinum alls níu ungmenni frá sjö löndum. Þau eru að vinna við stígagerð í Fólkvangi Neskaupstaðar og var þessi ferð þeim kærkomin til þess að kynnast landinu og einnig að blanda geði við fólkið hér. Einar og Gunnar fræddu okkur um jarðfræði Austurlands en margt er fróðlegt að sjá og þreifa á frá þessum sjónarhóli. Hólmaborgirnar og Hólmarnir eru djúpbergseitlar sem myndast hafa undir yfirborði jarðar og eru nálægt miðju gömlu Reyðarfjarðareldstöðvarinnar. Innri Hólmaborgin er hvalbak sem jökullinn svarf þegar hann myndaði landið og uppi í Hólmatindinum sjást mismunandi gerðir af blágrýtisklettabeltum. Norðan á nesinu og yst eru fallegar líparítflögur og þegar lengra líður er gróðurinn í nesinu ákaflega fjölbreyttur. Hólmanesið er unaðsreitur fyrir alla náttúruunnendur.
Ína D. Gísladóttir

Jarðfræðingarnir kynna sig Einar Þórarinsson og Gunnar Ólafsson

Fræðsla í byrjun ferðar

Fólkið safnast saman við Völvuleiðið

Ungmennin frá veraldarvinum í fræðslu hjá Gunnari Ólafssyni

Fólk úr þremur byggðum er fljótt að ná saman

Leiðarhöfðinn og Urðin sem skrýðist fjölgresi á sumrin

Kristján og Badda frá Eiðum. Kristján er háleitur

Innri Hólmaborgin er Hvalbak

Dásamleg náttúra

Sér út undir enda Hólmanessins

Prósessía á leið á Innri-Hólmaborgina

Yfir Hólmana af Innri-Hólmaborg og yfir fjörð

Þúfuspjall

Ölver Guðnason gamall smali í Hólmanesinu segir frá örnefnum og fleiru

Af Innri Hólmaborg yfir Hólmana sem eru djúpbergsinnskot

Gengið niður úr Innri Hólmaborginni