Skip to main content

126472

Ferðafélag Fjarðamanna fór í sína árlegu hátíðargöngu í Páskahelli kl. 6 að morgni á páskadagsmorgun. Fararstjóri var Ína D Gísladóttir. Páskahellir er í fólkvangi Neskaupstaðar og gengið frá bílastæði ofan við Norðfjarðarvita.
Að þessu sinni andaði vestanblæ á vanga hitinn var 7-8 gráður, vor í lofti og dýrð sköpunarverksins var lofuð á þessum einstaklega fagra morgni. Hópurinn að þessu sinni taldi þrjátíu manns á öllum aldri.
Auk náttúrufegurðarinnar bar margt merkilegt fyrir augu, músarindillinn sem býr í Páskahelli hélt fyrir okkur konsert, með ströndinni var fjöld fugla, æður, hávella, mávar, múkki og síðast en ekki síst straumöndin, en straumandarblikarnir munu bráðlega prýða klettana kringum hellinn áður en þeir hverfa inn til landsins á varpstöðvar. Svo fönguðu athyglina tveir minkar sem skutust um urðina.


Ljósm. Ína D Gísladóttir.

F 216 01

F 216 02

F 216 03

F 216 04

F 216 05

F 216 06

F 216 07

F 216 09

F 216 10

F 216 11

F 216 14

F 216 15

F 216 16

F 216 17

F 216 18

F 216 20

F 216 21

F 216 23

F 216 24

F 216 25

F 216 26

F 216 27

F 216 28

F 216 29

F 216 30

F 216 31

F 216 32

F 216 33

F 216 34

F 216 35

F 216 36

F 216 37