Á páskadag var hin hefðbundna fjölskylduganga á Grænafell í Reyðarfirði. Eins og fyrir ári síðan var frábært veður. Það er ekki af listrænum ástæðum að síðustu myndirnar sem hér fylgja eru svarthvítar. Ástæðan er sú að ljósmyndari rak sig óvart í takka á myndavélinni sem var þess valdandi að vélin tók svarthvítar myndir.