Í sumar (2012) var skipt um endamerkingar við stikaðar gönguleiðir á okkar svæði. Alls er um að ræða 23 endamerkingar. Ína Gísladóttir hafði veg og vanda af því að láta útbúa ný og fínni leiðbeiningaspjöld og álramma fyrir þau og sá um að koma þeim upp ásamt Víglundi manni sínum. Myndir hér fyrir neðan tók Ína þegar þau voru að setja upp nýja merkingarnar.